fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Óskar Hrafn kom með athyglisvert svar er hann var spurður út í draumamótherja

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 1. september 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik skrifaði söguna í gærkvöldi er liðið varð það fyrsta á Íslandi í karlaflokki til að komast í riðlakeppni í Evrópu. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari var spurður út í óskamótherja í riðlinum.

Íslandsmeistararnir unnu Struga frá Norður-Makedóníu í seinni leik liðanna í gær á Kópavogsvelli 1-0, einvígið samanlagt 2-0.

Lið á borð við Aston Villa, Frankfurt og Fiorentina verða einnig í pottinum þegar dregið verður í riðla klukkan 12:30 í dag að íslenskum tíma. Í viðtali við 433.is eftir leik var Óskar spurður út í draumamótherja.

„Ég væri alveg til í að fá Zrinjski aftur og hefna fyrir það tap,“ sagði Óskar þá.

Blikar töpuðu auðvitað illa fyrir bosníska liðinu í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Bæði lið verða hins vegar í Sambandsdeildarpottinum á morgun.

„Það væri gaman að fá eitthvað lið sem við getum mælt okkur við. Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna þá,“ bætti Óskar svo við.

Ítrarlega var rætt við Óskar eftir leik og má nálgast viðtalið í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu