Eiginkona Lionel Messi, Antonela, var ansi ringluð á dögunum eftir leik liðsins við Nashville í deildabikarnum í Bandaríkjunum.
Messi vann þar sinn fyrsta titil sem leikmaður Miami og ætlaði Antonela að óska manni sínum til hamingju með sigurinn eftir vítakeppni.
Hún ruglaðist þó eftir að hafa stigið á völlinn og reyndi frekar að faðma Jordi Alba, liðsfélaga Messi, en hann er góðvinur fjölskyldunnar.
Antonela sá ekki hver væri að koma að sér og hálf faðmaði Alba áður en hún gekk burt.
Um var að ræða afar vandræðalegt atvik og áttaði Antonela sig mjög fljótlega á því að um rangan mann væri að ræða.
Myndband af þessu má sjá hér.
Antonella thought Jordi Alba was Messi 😭😭😭 pic.twitter.com/hRoDwBtP0Q
— Sara 🦋 (@SaraFCBi) August 26, 2023