fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Arteta færði stuðningsmönnum Arsenal gleðitíðindi á blaðamannafundi

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 25. ágúst 2023 17:00

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jesus, leikmaður Arsenal, er klár í slaginn á ný. Þetta staðfesti Mikel Arteta á blaðamannafundi í dag.

Kappinn hefur misst af fyrstu leikjum Arsenal á leiktíðinni eftir að hafa gengist undir minniháttar aðgerð á hné. Um er að ræða sömu meiðsli og héldu Jesus frá stóran hluta síðustu leiktíðar.

Í gær bárust hins vegar fréttir af því að Jesus væri farinn að æfa á ný á undan áætlun. Miðað við orð Arteta er hann klár í leik Arsenal gegn Fulham á morgun.

„Ég var mjög ánægður. Það var mikið áfall að hann þyrfti að fara í aðgerð eftir undirbúningstímablið,“ sagði Arteta um endurkomu Jesus.

„Hann lítur vel út og er klár í slaginn,“ bætti hann við.

Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal, enda Jesus lykilmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina