EF hin geðþekka ofurtölva hefur rétt fyrir sér munu Manchester United og Liverpool sitja eftir með sárt ennið í lok tímabils.
Ofurtölvan er nefnilega á þeirri skoðun að bæði félög missi af Meistaradeildarsæti í ár.
Ofurtölvan spáir því að Newcastle og Brighton muni ná þriðja og fjórða sæti sem væri gífurlegt högg fyrir þessa risa klúbba.
Ofurtölvan telur næsta víst að Manchester City vinni deildina með sannfærandi hætti og að Arsenal rétt nái öðru sætinu.
Ofurtölvan telur að Burnley bjargi sér frá falli en að Bournemouth, Sheffiled United og Luton falli.