Bernardo Silva miðjumaður Manchester City er að skrifa undir nýjan samning við félagið, eru þetta nokkuð óvænt tíðindi.
Bernardo hefur daðrað við það að fara frá City síðustu ár og PSG og Barcelona hafa viljað fá hann.
Miðjumaðurinn frá Portúgal hefur viljað fara en nú hefur City tekist að sannfæra hann um að vera áfram.
Eftir að hafa misst Ilkay Gundogan og Riyad Mahrez í sumar, vildi Pep Guardiola gera allt til þess að halda í Bernardo.
Silva hefur verið einn besti leikmaður City undanfarin ár en hann og Bernardo og Kyle Walker eru að skrifa undir nýja samninga við City.
It had to be this week… and it will be this week. Bernardo Silva signs new deal at Manchester City today 🔵✍🏻🇵🇹 #MCFC https://t.co/EFPcPyNgf7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 22, 2023