Manchester City er að ganga frá kaupum á Jeremy Doku kantmanni Rennes en frá þessu segir Fabrizio Romano.
City er að fara að borga rúmar 50 milljónir punda fyrir kantmanninn frá Belgíu.
Doku er landsliðsmaður frá Belgíu en honum er ætlað að fylla skarð Riyad Mahrez.
Mahrez var seldur til Sádí Arabíu á dögunum en búist er við að City taki upp veskið á lokadögum félagaskiptagluggans.
Doku er 21 árs gamall en hann hefur verið hjá Rennes í þrjú ár en tekur nú skrefið til besta liðs Evrópu.
EXCL: Man City, advancing on Jeremy Doku deal as new verbal proposal close to €55/60m package is being discussed with Rennes 🚨🔵 #MCFC
There’s competition but City hope to reach an agreement with Rennes this week — after green light on player side since beginning of August. pic.twitter.com/kLRoWL1BDw
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 21, 2023