fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Belgarnir kaupa Alfreð á tæpar 40 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. ágúst 2023 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eupen í Belgíu borgar tvær milljónir danskra króna fyrir Alfreð Finnbogason sem er á leið til félagsins frá Lyngby í Danmörku.

433.is sagði fyrst allra miðla frá því í morgun að Alfreð væri að ganga í raðir Eupen og gerir hann þar tveggja ára samning.

Alfreð er mættur til Belgíu til að ganga frá málunum en Lyngby hefur fengið Andra Lucas Guðjohnsen til að fylla hans skarð.

Danskir miðlar segja að kaupverðið sé 38 milljónir íslenskra króna en Alfreð kom frítt til Lyngby fyrir ári síðan.

Alfreð gerði nýjan samning við Lyngby í sumar en fer nú til Belgíu þar sem hann byrjaði atvinnumannaferil sinn árið 2011.

Atvinnumannaferill Alfreðs hófst í Belgíu hjá Lokeren árið 2011 og mögulega lokar hann hringnum sínum í sama landi.

Alfreð hefur átt magnaðan feril og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og nú síðast Danmörku.

Eupen keypti Guðlaug Victor Pálsson frá DC United á dögunum og kaupir nú íslenska framherjann. Félagið er í eigu Aspire Zone í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning