Næsta skotmark Liverpool á miðsvæði sitt virðist vera Cheik Doucoure miðjumaður Crystal Palace. Þessu heldur Independent fram.
Liverpool hefur misst af bæði Moises Caicedo og Romeo Lavia á síðustu dögum, báðir höfnuðu Liverpool og fóru til Chelsea.
Fyrr í sumar vildi Liverpool fá Mason Mount sem kaus að fara frekar til Manchester United.
Doucoure er öflugur varnarsinnaður miðjumaður sem er sú staða á vellinum sem Jurgen Klopp vill helst styrkja.
Palace er sagt vilja um 60 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn frá Malí sem yrði þá þriðji miðjumaðurinn sem Liverpool kaupir í sumar.