Chelsea er að ganga frá kaupum á Romeo Lavia frá Southampton og Michael Olise frá Crystal Palace en um helgina keypti félagið Moises Caicedo frá Brighton.
Þessir þrír leikmenn auka breiddina á miðsvæði og í sóknarleik Chelsea en miklar breytingar eru á Brúnni.
Mauricio Pochettinho á eftir að selja nokkra leikmenn í sumar en hópurinn hjá Chelsea er stór þrátt fyrir hreinsanir í sumar.
Lavia og Caicedo eru líklegir til þess að mynda þriggja manna miðsvæði með Enzo Fernandez.
Svona gæti liðið hjá Chelsea litið út.