Manchester City hefur áhuga á Dani Olmo, leikmanni RB Leipzig. Sky Sports segir frá.
Spánverjinn hefur verið frábær með Leipzig frá því hann kom þangað í byrjun árs 2020 og gæti farið að hugsa sér til hreyfings í stærra lið.
Olmo á þó fjögur ár eftir af samningi sínum við Leipzig, sem er ekki þekkt fyrir að láta menn frá sér ódýrt. City keypti Josko Gvardiol til að mynda af þeim á 90 milljónir punda í sumar.
Olmo getur leikið framarlega á miðjunni sem á köntunum og ljóst að hann myndi færa City mikið á komandi leiktíð.