Chelsea hefur virkjað klásúlu í samningi Michael Olise hjá Crystal Palace ef marka má helstu miðla.
Hinn 21 árs gamli Olise hefur verið orðaður við Chelsea undanfarið og nú virðist hann vera á leið þangað eftir að Chelsea virkjaði klásúlu upp á 35 milljónir punda í samningi hans.
Kaupin ættu að ganga í gegn á næstunni.
Olise hefur verið hjá Palace síðan 2021 og átti frábært síðasta tímabil. Hann lagði til að mynda upp 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá Chelsea. Félagið var að kaupa Moises Caicedo frá Brighton á 115 milljónir punda og þá er Romeo Lavia á leið til félagsins frá Southampton.