Al-Nassr í Sádí Arabíu er sagt hafa mikinn áhuga á því að krækja í Alisson markvörð Liverpool og er hann sagður áhugasamur um að fara þangað.
Fyrr í kvöld var sagt frá því að Mo Salah væri klár í að skoða tilboð frá Sádí Arabíu á næstu dögum.
Það er Footmercato sem fjallar um þetta en Alisson á fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.
Meira:
Er allt að fara í háaloft á Anfield? – Því er haldið fram að Mo Salah vilji fara
Liverpool hefur verið að selja til Sádí Arabíu í sumar en bæði Fabinho og Jordan Henderson fóru þangað á dögunum.
Alisson yrði samherji Cristiano Ronaldo og Sadio Mane ef Al-Nassr tekst að sannfæra Alisson sem er að margra mati fremsti markvörður í heimi í dag