Afturelding hefur átt frábært tímabil í Lengjudeild karla en verið í brasi undanfarið. Gengi liðsins var tekið fyrir í Lengjudeildarmörkunum hér á 433.is.
Mosfellingar eru enn á toppi deildarinnar en nú með aðeins 3 stiga forskot á ÍA. Liðið hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð eftir frábært gengi þar áður.
„Við getum ekkert skafið af því, ef þeir klúðra þessu úr sem komið var, það yrði algjör katastrófa,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson í Lengjudeildarmörkunum.
Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins, tók í svipaðan streng en hefur þó trú á að Afturelding klári dæmið og komist í efstu deild.
„Ef þeir klúðra þessu og umspilinu yrði það mesta klúður sem ég hef séð í mörg ár.
Þetta yrði dálítið týpískt fyrir lið sem er að gera þetta í fyrsta skiptið. En ég hef trú á þeim, stend með þeim og held að þeir klári þetta.“
Umræðan í heild er í spilaranum að ofan og þátturinn í heild hér að neðan.