Lengjudeildarmörkin fóru aftur að rúlla í gær og var farið yfir alla leiki 16. umferðar.
Eins og alltaf valdi sérfræðingur þáttarins, Hrafnkell Freyr Ágústsson, mark umferðarinnar í lok þáttar.
Það var mark Gísla Laxdal Unnarssonar í 0-1 sigri ÍA á Fjölni sem var valið í þetta sinn.
Markið má sjá hér neðar og enn neðar er þátturinn í heild.