fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Fékk afsökunarbeiðni eftir tapið gegn Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 08:07

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann 1-0 sigur á Wolves í lokaleik fyrstu umferðar í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn var afar ósannfærandi og átti Wolves að fá víti í lok leiks.

Raphael Varane skoraði eina mark leiksins og tryggði sigurinn fyrir United. Wolves gjörsamlega óð í færum í leiknum og í lok leiks kölluðu þeir eftir vítaspyrnu þegar Andre Onana, markvörður United, kýldi Sasa Kalajdzic í liði gestanna innan vítateigs.

Meira
Sjáðu mynd – Onana virtist brotlegur en VAR ákvað að dæma ekkert

Atvikið var skoðað í var en ekkert var dæmt.

Gary O’Neil, stjóri Wolves, var eðlilega mjög reiður og fékk gult spjald fyrir það.

Eftir leik sagði hann hins vegar frá því að Jon Moss, yfirmaður dómaramála á Englandi, hafi viðurkennt dómaramistök í þessu atviki og beðið hann afsökunar.

Dómarar í ensku úrvalsdeildinni hafa fengið harða gagnrýni síðustu ár fyrir dapra frammistöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun