Manchester United vann 1-0 sigur á Wolves í lokaleik fyrstu umferðar í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn var afar ósannfærandi og átti Wolves að fá víti í lok leiks.
Raphael Varane skoraði eina mark leiksins og tryggði sigurinn fyrir United. Wolves gjörsamlega óð í færum í leiknum og í lok leiks kölluðu þeir eftir vítaspyrnu þegar Andre Onana, markvörður United, kýldi Sasa Kalajdzic í liði gestanna innan vítateigs.
Meira
Sjáðu mynd – Onana virtist brotlegur en VAR ákvað að dæma ekkert
Atvikið var skoðað í var en ekkert var dæmt.
Gary O’Neil, stjóri Wolves, var eðlilega mjög reiður og fékk gult spjald fyrir það.
Eftir leik sagði hann hins vegar frá því að Jon Moss, yfirmaður dómaramála á Englandi, hafi viðurkennt dómaramistök í þessu atviki og beðið hann afsökunar.
Dómarar í ensku úrvalsdeildinni hafa fengið harða gagnrýni síðustu ár fyrir dapra frammistöðu.