Aston Villa hefur staðfest að Tyrone Mings verði lengi frá eftir meiðsli sem hann hlaut í tapinu gegn Newcastle um helgina.
Newcastle vann leikinn 5-1 en Mings var borinn af velli í fyrri hálfleik eftir að hafa meiðst í baráttunni um boltann við Alexander Isak.
Nú er ljóst að um alvarleg hnémeiðsli er að ræða og þarf Mings að fara í aðgerð.
Mings er annar leikmaður Villa sem meiðist illa á hné á skömmum tíma en fyrir tímabil varð ljós að Emi Buendia yrði lengi frá.