Knattspyrnusamband Sádí Arabíu ætlar að fylgja á eftir deildinni heima fyrir og sækja sér alvöru nafn til að stýra landsliðinu.
Þannig er Roberto Mancini fyrrum þjálfari Manchester City og Ítalíu á barmi þess að taka við.
Mancini sagði upp hjá Ítalíu á sunnudag til að fara í stóru seðlana í Sádí Arabíu.
Mancini gerði Ítalíu að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum en mistókst svo að koma liðinu inn á HM í Katar.
Sádí Arabía vonast eftir því að halda Heimsmeistaramótið árið 2030 en óvíst er hvort það takist. Sádarnir áttu góða spretti á HM í Katar og sýndu á tíðum góða takta.