Newcastle hefur áhuga á Kieran Tierney og Marc Cucurella, bakvörðum Arsenal og Chelsea. Telegraph segir frá.
Báðir eru í aukahlutverkum hjá sínum liðum og fá líklega leyfi til að fara annað.
Vandamálið fyrir Newcastle er hins vegar að vegna Financial Fair Play reglna getur félagið líklega aðeins fengið leikmenn á láni ef það ætlar ekki að selja á móti.
Myndi Newcastle vilja Tierney eða Cucurella á láni með möguleika eða skyldu til að kaupa þá næsta sumar.
Arsenal er hins vegar frekar talið vilja selja Tierney endanlega í sumar og Chelsea þarf að rétta sig af gagnvart FFP líkt og Newcastle. Staðan er því heldur snúin.
Newcastle keypti bakvörðinn Tino Livramento frá Southampton á dögunum fyrir um 30 milljónir punda.