Alex-Oxlade Chamberlain hefur skrifað undir samning við Besiktas í Tyrklandi.
Enski miðjumaðurinn kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Liverpool rann út í sumar. Hann var hjá félaginu í sex ár.
Hann spilaði alls 146 leiki fyrir Liverpool, skoraði 18 mörk og vann allt sem hægt er að vinna þrátt fyrir að hafa ekki verið í mjög stóru hlutverki undir stjórn Jurgen Klopp.
Nú er Chamberlain kominn til Besiktas og skrifar hann undir þriggja ára samning.
Besiktas hafnaði í þriðja sæti tyrkensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Alexander Oxlade-Chamberlain’in Transferi İçin Görüşmelere Başlandı
🔗 https://t.co/ewas1tgAqH pic.twitter.com/tqmshQFVcB
— Beşiktaş JK (@Besiktas) August 14, 2023