Moises Caicedo er búinn að gangast undir læknisskoðun hjá Chelsea.
Miðjumaðurinn er á leið til Chelsea frá Brighton eftir að síðarnefnda félagið samþykkti 115 milljóna punda tilboð í hann. Verður Caicedo því sá dýrasti sem enskt félag hefur keypt.
Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum þessi félagaskipti því Caicedo var talinn á leið til Liverpool áður en hann tilkynnti félaginu um það að hann vildi frekar fara til Chelsea.
Þessi 21 árs gamli miðjumaður var keyptur til Brighton árið 2021 á 4,5 milljónir punda og græðir félagið því ansi vel.
Caicedo mun skrifa undir átta ára samning við Chelsea með möguleika á árs framlengingu.