Brighton er búið að finna arftaka Moises Caicedo á miðsvæði sínu. Það er hinn 19 ára gamli Carlos Baleba hjá Lille.
Caicedo er að öllum líkindum á leið til Chelsea fyrir 115 milljónir punda. Það er ótrúlegt í ljósi þess að Brighton borgaði 4,5 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2021.
Brighton er einmitt ótrúlega gott í að finna stjörnur framtíðarinnar og er ekki ólíklegt að Baleba muni slá í gegn fyrr en síðar.
Það er þó ekkert frágengið. Brighton hefur samið við leikmanninn en á eftir að ná samkomulagi við Lille.
Fyrsta tilboð Brighton hljóðar upp á tæpar 14 milljónir punda.
Baleba hefur leikið 22 aðalliðsleiki með Lille.
EXCL: Brighton have already reached an agreement with 2004 born midfielder Carlos Baleba on personal terms — he’s fav option to replace Caicedo 🚨🔵🇨🇲
Opening bid has already been submitted to Lille — in excess of €16m and it also includes add-ons.
Talks ongoing. pic.twitter.com/dUwFuYOWzb
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 14, 2023