Kepa Arrizabalaga getur samið við tvö stórlið í sumar og gæti vel verið á förum frá Chelsea í sumarglugganum.
Goal fullyrðir að bæði Real Madrid og Bayern Munchen séu að horfa til Kepa sem gæti komið mörgum á óvart.
Einnig er tekið fram að Kepa sé tilbúinn að hafna Bayern til að komast aftur til Spánar.
Kepa varð dýrasti markmaður heims er hann gekk í raðir Chelsea á sínum tíma en hefur ekki staðist væntingar.
Real þarf á markmanni að halda fyrir tímabilið en Thibaut Courtois er meiddur og verður frá í marga mánuði.