Daniel Levy, eigandi Tottenham, hefur tjáð sig um félagaskipti Harry Kane til Bayern Munchen.
Kane varð í gær dýrasti leikmaður í sögu Bayern en hann kostaði félagið 100 milljónir punda.
Tottenham reyndi og reyndi að framlengja samning Kane í sumar en hann átti aðeins ár eftir af samningi sínum.
Því miður fyrir Tottenham vildi enski landsliðsfyrirliðinn ekki krota undir framlengingu og var það aldrei möguleiki.
,,Við vildum ræða við Harry og hans umboðsmenn í langan tíma bæði varðandi að framlengja til styttri tíma og lengri,“ sagði Levy.
,,Harry var alltaf mjög skýr, hann vildi fá nýja áskorun og ætlaði aldrei að krota undir framlengingu í sumar. Við þurftum því miður að taka þessu boði.“