Það var fjör á Stamford Bridge í dag er Chelsea fékk lið Liverpool í heimsókn í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.
Bæði lið gáfu ekkert eftir í dag en gestirnir frá Liverpool tóku forystuna er Luis Diaz skoraði sendingu frá Mohamed Salah.
Nýi maðurinn í vörn Chelsea, Axel Disasi, sá um að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan orðin 1-1.
Fleiri mörk voru ekki skoruð en liðin fengu nóg af færum til að skora sigurmarkið.
Liverpool vildi til að mynda fá vítaspyrnu í seinni hálfleik vegna hendi innan teigs en ekkert varð úr því.
Hér má sjá atvikið umtalaða.
Liverpool was NOT given a Handball penalty here! ❌(Hand contact by Nicolas Jackson)
Was it the right decision?
Chelsea 1: Liverpool 1#PremieLeague #CHELIV #LFC
— fball_newzz (@fball_newzz) August 13, 2023