Leikmenn Birmingham í ensku Championship-deildinni þurfa að fylgja ansi ströngum reglum á þessu tímabili.
Listi hefur verið birtur yfir þær reglur sem leikmenn liðsins þurfa að fara eftir á hverjum einasta degi.
Til dæmis þá þurfa leikmenn að borga rúmlega 40 þúsund krónur ef þeir heilsa ekki starfsfólkinu.
Það er mikið af starfsfólki sem vinnur á St. Andrews vellinum og hittir leikmenn liðsins á hverjum einasta degi.
Reglurnar má sjá hér fyrir neðan.
£250 for not saying “good morning” to the reception staff 👀 pic.twitter.com/rydxB18gAN
— The Second Tier (@secondtierpod) August 11, 2023