Leonardo Bonucci, leikmaður Juventus, ku ekki vera inni í myndinni hjá félaginu fyrir komandi tímabil.
La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Bonucci sé nú að íhuga að kæra Juventus eftir samskipti við Massimiliano Allegri og Cristiano Giuntoli.
Allegri er þjálfari Juventus og þekkir Bonucci vel en Giuntoli var ráðinn inn sem nýr yfirmaður knattspyrnumála í sumar.
Samkvæmt ítalska miðlinum var Bonucci tjáð að fengi ekki að spila á þessu tímabili en hann er samningsbundinn til næsta árs.
Bonucci á að hafa sent tölvupóst til félagsins og heimtar þar að fá sitt pláss til baka en hann hefur lengi verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins.
Bonucci er í dag 36 ára gamall en hann neitar að rifta samningi sínum við liðið og hefur ekki áhuga á að flytja erlendis.