Burnley hefur hætt við það að semja við vængmanninn Andros Townsend sem lék með liðinu í sumar.
Townsend lék með Burnley á undirbúningstímabilinu en hann gerði stuttan samning og stóð sig vel.
Vincent Kompany, stjóri Burnley, hefur þó staðfest það að Townsend fái ekki samning hjá félaginu fyrir veturinn.
Það eru fréttir sem koma töluvert á óvart en Townsend er 32 ára gamall og lék með Everton í fyrra.
Hann stóð sig virkilega vel með Burnley í leikjum í sumar en stefnt er á að semja við leikmenn í yngri kantinum að sögn Kompany.