Það er útlit fyrir það að miðjumaðurinn Renato Sanches eigi enga framtíð fyrir sér hjá Paris Saint-Germain.
Sanches er 25 ára gamall en hann var á sínum tíma talinn einn allra efnilegasti leikmaður heims.
Eftir dvöl hjá Benfica samdi Sanches við Bayern Munchen og spilaði aðeins 35 deildarleiki á þremur árum.
Portúgalinn samdi svo við Lille og lék þar frá 2019 til 2022 við góðan orðstír sem fékk PSG til að fjárfesta í leikmanninum.
Eftir aðeins eitt tímabil hjá PSG er Sanches á förum og mun vinna með Jose Mourinho hjá Roma á tímabilinu miðað við nýjustu fregnir.
Líklegt er að um lánssamning sé að ræða en Sanches kostaði PSG 13 milljónir í fyrra.