Það er útlit fyrir að Moises Caicedo verði leikmaður Chelsea í dag eftir algjöra U-beygju. Hann gaf því svo undir fótinn fyrir skömmu á samfélagsmiðlum.
Caicedo hefur verið orðaður við Chelsea í allt sumar en hann samdi um persónuleg kjör við félagið fyrir þó nokkru síðan.
Í gærkvöldi og snemma í morgun var hins vegar útlit fyrir að miðjumaðurinn færi til Liverpool eftir að Brighton samþykkti 110 milljóna punda tilboð félagsins.
Það var búið að bóka læknisskoðun fyrir Caicedo hjá Liverpool en leikmaðurinn hefur nú ákveðið að fara til Chelsea.
Fyrir skömmu byrjaði hann svo að fylgja Chelsea á Instagram sem þykir gefa enn frekari vísbendingar að hann sé á leið til félagsins.
Chelsea þarf nú að komast að samkomulagi við Brighton um kaupverð.
Moisés Caicedo just started to follow Chelsea on Instagram. 🔵📱🇪🇨 #CFC
He’s been very clear as revealed 1h ago: he only wants Chelsea. pic.twitter.com/AZt5ZEP5OX
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023