fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Lengjudeildin: ÍA vann stórslaginn við Fjölni – Þór vann á útivelli

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 21:24

Jón Þór Hauksson er þjálfari ÍA / ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA vann gríðarlega mikilvægan sigur í Lengjudeildinni í kvöld er liðið mætti Fjölni í 16. umferð sumarsins.

Gísli Laxdal Unnarsson skoraði eina mark leiksins og tryggði ÍA þrjú stig sem eru afar þýðingarmikil.

ÍA er nú þremur stigum á eftir toppliði Aftureldingar og þá fjórum stigum á undan Fjölni sem er í þriðja sæti.

Leiknir vann Gróttu 2-1 í Breiðholtinu og eru nú í fjórða sæti og hóta svo sannarlega að komast í umspil um sæti í efstu deild.

Botnlið Ægis tapaði þá 3-2 gegn Þór heima og er heilum sjö stigum frá öruggu sæti.

Fjölnir 0 – 1 ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson(’69)

Leiknir R. 2 – 1 Grótta
1-0 Róbert Quental Árnason(’66)
1-1 Axel Sigurðarson(’69)
2-1 Arnór Ingi Kristinsson(’72)

Ægir 2 – 3 Þór
0-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson(’22)
0-2 Alexander Már Þorláksson(’25)
1-2 Ivo Braz(’68, víti)
2-2 Bjarki Þór Viðarsson(’73, sjálfsmark)
2-3 Nökkvi Hjörvarsson(’90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu