Mason Greenwood er ekki með númer hjá Manchester United fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Greenwood hefur verið á allra vörum í langan tíma eftir ásakanir um nauðgun og heimilisofbeldi gegn kærustu sinni.
Hann var eitt sinn talinn einn allra efnilegasti leikmaður Englands en hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár.
Framherjinn hefur verið sýknaður en kærasta hans ákvað að fella kærurnar niður.
Útlit er fyrir að félagið ætli að sleppa því að gefa Englendingnum annað tækifæri en hann var ekki birtur á lista yfir þá leikmenn sem eru skráðir í leikmannahópinn.
Það er þó enn hægt að breyta þessum lista en talið er ólíklegt að Greenwood fái spilatíma undir Erik ten Hag.