Eric Bailly hefur náð samkomulagi við Besiktas og mun að öllum líkindum ganga í raðir félagsins.
Hinn 29 ára gamli Bailly á ár eftir af samningi sínum við United en ljóst er að hann á enga framtíð hjá félaginu.
Kappinn var á láni hjá Marseille á síðustu leiktíð en fer líklega endanlega frá United í sumar.
Áfangastaðurinn verður líklega Besiktas en nú þurfa félögin að ná saman.
Bailly hefur verið á mála hjá United síðan 2016.
Understand Besiktas have just reached an agreement in principle with Eric Bailly on personal terms 🚨⚪️⚫️🦅 #MUFC
Talks now with Manchester United to agree on the best exit solution. pic.twitter.com/ngrdF4siRl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023