Albert Guðmundsson var frábær fyrir lið Genoa sem spilaði við Modena í ítalska bikarnum í kvöld.
Albert er einn mikilvægasti leikmaður Genoa í dag en liðið mun leika í Serie A á tímabilinu.
Um var að ræða mjög spennandi leik en Genoa hafði betur 4-3 þar sem Albert skoraði og lagði upp.
Albert skoraði þriðja mark Genoa og kom liðinu í 3-2 í seinni hálfleik og lagði upp annað markið undir lok fyrri hálfleiks.