Club Brugge 5 – 1 KA
1-0 Jorne Spileers(’10)
2-0 Hans Vanaken(’40)
3-0 Andreas Skov Olsen(’41)
4-0 Thiago(’45, víti)
4-1 Harley Willard(’60)
5-1 Roman Yaremchuk(’77)
KA átti aldrei möguleika gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni í kvöld en leikið var ytra.
Um var að ræða fyrri leik liðanna af tveimur en Brugge er gríðarlega sterkt lið og kemur frá Belgíu.
Eitthvað ótrúlegt hefði þurft að gerast svo KA myndi sleppa við tap í kvöld en Brugge var í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vetur.
Heimaliðið var miklu sterkari aðilinn og skoraði fimm mörk en Akureyringarnir náðu að pota inn einu.
Harley Willard skoraði það mark fyrir KA sem á eftir að mæta þeim belgísku heima í seinni viðureigninni.