Alex Oxlade-Chamberlain er loksins að semja við nýtt félag eftir að hafa yfirgefið lið Liverpool.
Samningur Englendingsins rann út í sumar en hann fékk ekki nýtt samningstilboð á Anfield.
Nú er þessi fyrrum enski landsliðsmaður á leið til Tyrklands og gerir samning við Besiktas þar í landi.
Hann fer þangað á frjálsri sölu en Oxlade-Chamberlain er ennþá bara 29 ára gamall og á nóg eftir.
Meiðsli hafa sett strik í reikning leikmannsins sem kom við sögu í 13 leikjum með Liverpool á síðasta tímabili.