Manchester United horfir til þriggja leikmanna sem gætu leyst Harry Maguire af hólmi fyrir komandi tímabil.
Maguire er að skrifa undir samning við West Ham og mun kosta félagið um 30 milljónir punda.
Um er að ræða enskan landsliðsmann sem kom til Man Utd árið 2019 en var ekki vinsæll hjá Erik ten Hag, stjóra liðsins.
Aðal skotmark Man Utd er Benjamin Pavard hjá Bayern Munchen en hann getur einnig leyst stöðu bakvarðar.
Fabrizio Romano greinir frá en hann nefnir einnig þá Jean-Clair Todibo hjá Nice og Edmond Tapsoba sem er hjá Leverkusen.
Pavard vill sjálfur komast burt frá Bayern en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.