Kylian Mbappe verður áfram hjá Paris Saint-Germain í vetur og hefur látið forseta félagsins vita af þessu.
Staðarmiðillinn Le Parisien segir frá þessu.
Sagan endalausa um Mbappe heldur því áfram en hann hefur átt í stríði við PSG í allt sumar, allt frá því að hann tilkynnti það að hann myndi ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar.
Mbappe vill fara frítt frá PSG næsta sumar og vill félagið meina að hann sé búinn að ná samkomulagi við Real Madrid.
PSG vill eðlilega selja hann í sumar en það virðist ekki ganga vel.
Mbappe er algjörlega í frystinum hjá PSG á meðan framtíð hans er í óvissu.