Íslenski markvörðurinn Jökull Andrésson hefur framlengt samning sinn við Reading um eitt ár, til ársins 2025.
Samningur kappans átti að renna út eftir ár en hefur hann verið framlengdur. Jökull hefur hins vegar um leið verið lánaður til Carlisle út tímabilið.
Bæði Reading og Carlisle leika í ensku C-deildinni. Fyrrnefnda liðið féll úr næstefstu deild í vor á meðan það síðarnefnda kom upp úr D-deildinni.
Jökull, sem er 21 árs gamall, hefur verið á mála hjá Reading síðan 2017 en verið lánaður víða í neðri deildum Englands síðan þá.
✏️ @JokullAndresson has penned a contract extension for a further year with the Royals, taking him through to 2️⃣0️⃣2️⃣5️⃣!
At the same time, the 21-year-old stopper has also finalised a season-long loan move to Carlisle United – good luck Jokull! 🇮🇸
— Reading FC (@ReadingFC) August 10, 2023