Harry Kane er á leið til Bayern Munchen en það eru virtir blaðamenn sem greina frá þessu í kvöld.
Florian Plettenberg greinir frá því að umboðsmenn Kane hafi rætt við Bayern og að allt hafi gengið vel fyrir sig.
Fyrr í dag var greint frá því að Kane væri ekki að fara til Þýskalands og ætlaði að vera áfram hjá Tottenham.
Það voru falsfréttir en nú segir David Ornstein hjá Athletic að Kane geri fjögurra ára samning.
Kane er sjálfur búinn að samþykkja að ganga í raðir Bayern en bíður eftir grænu ljósi frá félagsliði sínu, Tottenham.
Enski landsliðsfyrirliðinn flýgur svo til Bayern fyrir læknisskoðun áður en krotað verður undir.