West Ham hefur náð samkomulagi við Manchester United um kaup á Harry Maguire. The Athletic segir frá.
Miðillinn greindi frá því á mánudag að Lundúnafélagið hafi boðið 30 milljónir punda í Maguire og hefur United nú samþykkt tilboðið.
Maguire er kominn í algjört aukahlutverk hjá United og var fyrirliðabandið tekið af honum í sumar.
Hann lék aðeins 16 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Maguire gekk í raðir United sumarið 2019 á 80 milljónir punda en tókst ekki að standa undir þeim verðmiða.
West Ham er einnig á eftir öðrum leikmanni United, Scott McTominay, en 30 milljóna punda tilboði í hann var hafnað á dögunum.