fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Ísak genginn í raðir Fortuna Dusseldorf – „Ég er mjög ánægður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson er genginn í raðir Fortuna Dusseldorf á láni frá FC Kaupmannahöfn. Lánið inniheldur kaupmöguleika.

Það stefndi ekki í að íslenski landsliðsmaðurinn yrði í stóru hlutverki hjá FCK í vetur og er hann mættur til Dusseldorf í þýsku B-deildinni.

Hinn tvítugi Ísak er lánaður í eitt ár með möguleika á því að þýska félagið kaupi hann að því liðnu.

„Ég er mjög ánægður með að vera orðinn leikmaður Fortuna og að spila sem Íslendingur í Dusseldorf eins og Atli Eðvaldsson. Fortuna sýndi mér mikinn áhuga og mér líður eins og þetta sé rétt skref á mínum ferli. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ segir Ísak við heimasíðu Dusseldorf.

Ísak hefur verið á mála hjá FCK síðan 2021. Hann var þar áður hjá Norrköping í Svíþjóð en er uppalinn hjá ÍA.

Ísak varð einu sinni danskur meistari og einu sinni danskur bikarmeistari á tíma sínum í höfuðborginni.

Þá á kappinn að baki 19 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn