fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Ísak genginn í raðir Fortuna Dusseldorf – „Ég er mjög ánægður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson er genginn í raðir Fortuna Dusseldorf á láni frá FC Kaupmannahöfn. Lánið inniheldur kaupmöguleika.

Það stefndi ekki í að íslenski landsliðsmaðurinn yrði í stóru hlutverki hjá FCK í vetur og er hann mættur til Dusseldorf í þýsku B-deildinni.

Hinn tvítugi Ísak er lánaður í eitt ár með möguleika á því að þýska félagið kaupi hann að því liðnu.

„Ég er mjög ánægður með að vera orðinn leikmaður Fortuna og að spila sem Íslendingur í Dusseldorf eins og Atli Eðvaldsson. Fortuna sýndi mér mikinn áhuga og mér líður eins og þetta sé rétt skref á mínum ferli. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ segir Ísak við heimasíðu Dusseldorf.

Ísak hefur verið á mála hjá FCK síðan 2021. Hann var þar áður hjá Norrköping í Svíþjóð en er uppalinn hjá ÍA.

Ísak varð einu sinni danskur meistari og einu sinni danskur bikarmeistari á tíma sínum í höfuðborginni.

Þá á kappinn að baki 19 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi