Ísak Bergmann Jóhannesson er genginn í raðir Fortuna Dusseldorf á láni frá FC Kaupmannahöfn. Lánið inniheldur kaupmöguleika.
Það stefndi ekki í að íslenski landsliðsmaðurinn yrði í stóru hlutverki hjá FCK í vetur og er hann mættur til Dusseldorf í þýsku B-deildinni.
Hinn tvítugi Ísak er lánaður í eitt ár með möguleika á því að þýska félagið kaupi hann að því liðnu.
„Ég er mjög ánægður með að vera orðinn leikmaður Fortuna og að spila sem Íslendingur í Dusseldorf eins og Atli Eðvaldsson. Fortuna sýndi mér mikinn áhuga og mér líður eins og þetta sé rétt skref á mínum ferli. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ segir Ísak við heimasíðu Dusseldorf.
Ísak hefur verið á mála hjá FCK síðan 2021. Hann var þar áður hjá Norrköping í Svíþjóð en er uppalinn hjá ÍA.
Ísak varð einu sinni danskur meistari og einu sinni danskur bikarmeistari á tíma sínum í höfuðborginni.
Þá á kappinn að baki 19 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Schmeckt!
🇮🇸 Wir verstärken uns mit Ísak Bergmann #Jóhannesson 🤝
Herzlich Willkommen bei der Fortuna 🤩#f95 | 🔴⚪️ pic.twitter.com/unG2iMTzrU— Fortuna Düsseldorf (@f95) August 9, 2023