Það er Pep Guardiola að kenna að Phil Foden sé ekki sú stjarna í dag sem margir bjuggust við fyrir þremur eða fjórum árum.
Þetta segir Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, en Foden hefur ekki fest sig almennilega í sessi bæði hjá Manchester City og enska landsliðinu.
Carragher telur að það sé Guardiola sem sé að skemma fyrir Foden en hann gæti svo sannarlega fengið fleiri mínútur en raun ber vitni.
,,Phil Foden er ekki ungur leikmaður lengur, fyrir þremur eða fjórum árum töldum við að hann yrði besti leikmaður Englands,“ sagði Carragher.
,,Það virðist vera að Jude Bellingham sé sá leikmaður í dag, enska landsliðið er byggt í kringum hann.“
,,Foden kemst ekki alveg í byrjunarliðið hjá Englandi og heldur ekki hjá Man City.“
,,Við vitum öll hversu góður hann er – af hverju spilar hann ekki meira? Pep notar Julian Alvarez fyrir aftan Erling Haaland – það er staða sem Foden gæti spilað vel en hann fær ekki að gera það.“