HK 3 – 1 Keflavík
0-1 Sindri Þór Guðmundsson(’45)
1-1 Atli Arnarson(’51 , víti)
2-1 Arnþór Ari Atlason(’94)
3-1 Eyþór Aron Wöhler(’96)
Það fór fram einn leikur í Bestu deild karla í kvöld en leikið var í Kórnum í Kópavogi.
Þar tók lið HK á móti Keflavík og voru það gestirnir sem tóku forystuna með marki frá Sindra Þór Guðmundssyni.
Stuttu seinna fékk HK svo vítaspyrnu og á punktinn steig Atli Arnarson og skoraði.
Arnþór Ari Atlason og Eyþór Wöhler bættu svo við mörkum fyrir HK í blálokin til að tryggja sigur.
3-1 sigur HK staðreynd og var liðið að fá sín 23. stig í sumar.