Lionel Messi getur ekki hætt að skora fyrir Inter Miami en hann hefur byrjað stórkostlega fyrir félagið.
Messi samdi við Miami í sumar en David Beckham, eigandi liðsins, lagði mikla áherslu á að semja við Argentínumanninn.
Messi skoraði stórkostlegt aukaspyrnumark til að tryggja sigur í fyrsta leik sínum og var aftur mættur sem lykilmaðurinn í gær.
Um var að ræða leik í bikarkeppni í Ameríku en Messi tryggði Miami framlengingu með stórkostlegu marki á 85. mínútu.
Það var nóg til að tryggja Miami sigurinn að lokum en liðið hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.
Beckham var sjálfur himinlifandi eftir mark Messi en þess má geta að sá síðarnefndi skoraði einnig fyrsta markið í 4-4 jafntefli.
Beckham’s reaction to Messi’s goal pic.twitter.com/6YhPzsSeuW
— 1OZZiil_11 (@1OZ101) August 7, 2023