Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur varað miðvörðinn Harry Maguire við fyrir leiki sem liðið spilar í næsta mánuði.
Maguire hefur verið fastamaður í enska landsliðinu undir Southgate en er ekki byrjunarliðsmaður hjá Manchester United í dag.
Man Utd virðist vilja losna við Maguire sem missti fyrirliðabandið í sumar og er á eftir bæði Lisandro Martinez og Raphael Varane í goggunnarröðinni.
Southgate telur að Maguire þurfi að finna sér lið til að spila en mínúturnar verða fáar á Old Trafford í vetur.
,,Ef hann er ekki valinn í byrjunarliðið þá þarf hann að taka ákvörðun, hvort hann geti fundið annað lið og spilað reglulega,“ sagði Southgate.
,,Við getum sett England til hliðar en það sem skiptir mestu máli fyrir leikmenn er að þeir séu sáttir í sínu starfi. Flestir leikmenn vilja spila í hverri viku.“