fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Southgate varar Maguire við: ,,Hann þarf að taka ákvörðun“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur varað miðvörðinn Harry Maguire við fyrir leiki sem liðið spilar í næsta mánuði.

Maguire hefur verið fastamaður í enska landsliðinu undir Southgate en er ekki byrjunarliðsmaður hjá Manchester United í dag.

Man Utd virðist vilja losna við Maguire sem missti fyrirliðabandið í sumar og er á eftir bæði Lisandro Martinez og Raphael Varane í goggunnarröðinni.

Southgate telur að Maguire þurfi að finna sér lið til að spila en mínúturnar verða fáar á Old Trafford í vetur.

,,Ef hann er ekki valinn í byrjunarliðið þá þarf hann að taka ákvörðun, hvort hann geti fundið annað lið og spilað reglulega,“ sagði Southgate.

,,Við getum sett England til hliðar en það sem skiptir mestu máli fyrir leikmenn er að þeir séu sáttir í sínu starfi. Flestir leikmenn vilja spila í hverri viku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona