Fyrrum stórstjarnan Daniel Sturridge hefur samþykkt það að taka þátt í danskeppninni ‘Strictly Come Dancing’ í vetur.
Sturridge er nafn sem flestir kannast við en hann gerði garðinn frægan með Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Hann virðist vera búinn að leggja skóna á hilluna eftir erifð meiðsli og snýr sér nú að dansinum í beinni útsendingu.
Sturridge hefur ekki staðfest að hann sé hættur en Englendingurinn er án félags eftir stutt stopp hjá Perth Glory í Ástralíu í fyrra.
Um er að ræða gríðarlega vinsælan sjónvarpsþátt í Bretlandi þar sem fjölmargar stjörnur koma fram.