Fyrsti keppnisleikur enskra úrvalsdeildarliða fór fram í dag en um er að ræða leikinn um Samfélagsskjöldinn.
Þar mætast Englandsmeistararnir Manchester City liði Arsenal sem vann FA bikarinn á síðustu leiktíð.
Það styttist í að enska úrvalsdeildin hefjist á nýjan leik og er þetta fyrsti keppnisleikurinn í dágóðan tíma.
Um er að ræða tvö bestu lið Englands á síðustu leiktíð ef horft er á deildarkeppnina á síðustu leiktíð en Man City var í efsta sæti og Arsenal því öðru.
Dramatíkin var mikil á Wembley í dag í nokkuð spennandi leik en þeir bláklæddu komust yfir á 77. mínútu með marki frá Cole Palmer.
Allt stefndi í að Man City myndi fagna sigri en á lokasekúndunum og þá á 11. mínútu uppbótartímans jafnaði Leandro Trossard metin fyrir Arsenal.
Arsenal fagnaði svo loksins sigri í viðureigninni eftir vítaspyrnukeppni.
Mörkin tvö má sjá hér fyrir neðan.
COLE PALMER GOAL ⚽️
Kevin De Bruyne with the assist – he just hates Arsenal 😭😭
— TITUS 💀 (@MCFC_TITUS) August 6, 2023
GOAL! Arsenal 1-1 Man City (Trossard) #ARSMCI #CommunityShield
pic.twitter.com/xe1m0LJVjV— The Premier League Club (@TPLCSports) August 6, 2023