Sky Sports í Þýskalandi segir að Paris Saint-Germain sé búið að ná munnlegu samkomulagi við framherjann Randal Kolo Muani.
Muani er einn eftirsóttasti framherji Evrópu en hann var frábær fyrir Frankfurt á síðustu leiktíð í Þýskalandi.
Muani er 24 ára gamall en verðmiði leikmannsins gæti komið í veg fyrir að hann haldi til Parísar.
Samkvæmt Sky í Þýskalandi vill Frankfurt fá 86 milljónir punda fyrir Muani sem vill sjálfur komast til heimalandsins.
Ástæðan er í raun sú að Muani er samningsbundinn til 2027 og þarf Frankfurt alls ekki að selja á næstunni.
Hann hefur þó sjálfur samþykkt að ganga í raðir PSG en hvort félagið borgi verðmiðann verður að koma í ljós.