Arsenal þarf að hækka boð sitt í markmanninn David Raya sem spilar með Brentford í ensku úrvalsdeildinni.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti David Ornstein sem starfar fyrir The Athletic.
Arsenal ætlar að bjóða 23 milljónir punda í Raya á næstu dögum en Brentford vill fá hærri upphæð.
Raya var einn besti markmaður úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og vakti athygli annarra liða í kring.
Brentford er ekki ánægt með upphæðina sem Arsenal býður í Raya sem er aðeins 27 ára gamall og á nóg eftir í markinu.