Hinn 20 ára gamli Marquinhos mun ekki fá tækifæri með Arsenal á næstu leiktíð og er aftur að kveðja í bili.
Um er að ræða efnilegan leikmann sem á að baki einn deildarleik fyrir Arsenal og kom til liðsins í fyrra.
Marquinhos er vængmaður sem kemur frá Brasilíu en Arsenal keypti hann frá Sao Paulo sumarið 2022.
Síðasta vetur lék leikmaðurinn með Norwich í næst efstu deild en spilaði aðeins 11 leiki og skoraði eitt mark.
Nú er Brassinn á leið til Nantes í Frakklandi út tímabilið og verða tækifærin engin í London í vetur.